social_iso

Fylgdu okkur
Ferilsrannsókn á þýðingu fyrir Orange
Ferilsrannsókn á þýðingu fyrir RBS
Ferilsrannsókn á þýðingu fyrir Sameinuðu þjóðirnar

Lingo24 – hröð og skilvirk íslensk þýðing

Þýðingastjórnun er nauðsynleg í fjöltyngdri Evrópu – hjá Lingo24 gerum við það einfalt, skemmtilegt og ódýrt.

Alþjóðleg viðskipti sofa aldrei og því vinnum við allan sólarhringinn, með skrifstofur í Evrópu sem reknar eru samkvæmt staðartíma og með stuðningi um þjónustuver í Ameríkuríkjum og Asíu. Það er stöðugt hægt að ná sambandi við hjálplegt starfsfólk hjá Lingo til aðstoðar við verkefni og til að svara spurningum á því tungumáli sem þú kýst.

Lingo er ein örast vaxandi þýðingastofa heims, með viðskiptavini í rúmlega 50 löndum – og sífellt bætast fleiri í hópinn! Við þýðum yfir fjörutíu milljónir orða á ári á milli 600 tungumálasamsetninga og á meðal viðskiptavina eru Sameinuðu þjóðirnar, American Express, Alþjóðabankinn og MTV.

Hátæknilegur hugbúnaður gerir okkur auðvelt að fella þýðingar inn í skjalastjórnunarkerfi ykkar.

Ef þið eruð í leit að áreiðanlegri þýðingaþjónustu á Íslandi sem notar aðeins nýjustu tækniaðferðir, smellið hér til að fá ókeypis tilboð.

Þjónustustig

Val ykkur stendur á milli einstakra þjónustustiga okkar. Hvert um sig er hannað til að fullnægja þörfum ykkar í hverju tilviki, hvort sem þið þurfið að staðfæra vefsetur eða einfaldlega að fá þýðingu á skjali.

Samþætting tækniþekkingar

Nýtið ykkur lægra verð, skemmri afgreiðslutíma og samræmt hugtakasafn með því að fella þýðingartækni inn í textastjórnunarkerfi ykkar.

Bestu þýðendurnir

Þýðendur okkar er valdir samkvæmt sérhæfingu þeirra í til dæmis tækniþýðingum – þar sem þörf er á ítarlegri þekkingu á hugtökum innan ákveðinnar iðngreinar – fjármálaþýðingum, lögfræðiþýðingum og markaðsþýðingum.

Með net okkar af yfir 5000 sérhæfðum þýðendum um allan heim, þ.á.m. reyndan hóp þýðenda á Íslandi fyrir íslenskar þýðingar, getum við óhikað tekist á við flest verkefni. Og fyrir tilstilli teyma verkefnastjóra sem staðsettir eru í þrem rekstrarstöðvum dreifðum um heiminn, getið þið leitað hjálpar hjá vingjarnlegu, tungumálaelskandi starfsfólki Lingo hvenær sem er.